Í langan tíma hefur mig langað að ferðast um Vestfirði, stoppa og skoða hina og þessa staði. Loks í sumar fékk ég það tækifæri að ferðast um Vestfirði, ekki einu sinni heldur tvisvar sinnum. Ég fékk það tækifæri að fá að koma í ferð með Aurora Artika og mynda gönguferð og svo viku seinna hlaupaferð hjá þeim. Þegar ég lýt til baka þá er ég mjög þakklát fyrir það að hafa getað gert það sem mig langaði að gera þrátt fyrir þetta ótrúlega skrýtna og mjög svo erfiða ár.


Mig langar að deila með ykkur nokkrum stöðum sem mér fannst "Must see" eða "Must go".

Mig langar að segja ykkur smá ferðasögu og deila með ykkur fullt af myndum frá ferðalaginu.


Ég lagði á stað um 10 júlí og fékk mér ís á Erpstöðum á leiðinni á Laugar í Sælingsdal sem er ótrúlega fallegur staður og friðsæll! Ég fór í fjallgöngu, fór í náttúrupottinn Grettislaug, tjaldaði, sjaldan sofið jafn vel og ég gerði þessa nótt. Þetta var algjör draumur. Ég mæli mjög mikið með að skjótast á Laugar í Sælingsdal og taka smá útilegu að sumri til. Veit ekki hvernig aðstæður eru þarna að vetri til en ef það er hótelgisting þá myndi ég drífa mig. Það er örugglega ótrúlega friðsælt að vera þarna að vetri til og ég á alveg örugglega eftir að skjótast þangað í vetur ef ég þarf smá "Get away".


Ferðalagið gékk áfram og stoppaði ég heilmikið á leiðinni á næsta áfangastað en mögulega besta stoppið var Látrabjarg, ég var komin þangað um miðnætti og sá sólina setjast með öllum fuglunum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég myndaði Lunda og Langvíu. Ég sat í dágóðan tíma alein á brúninni á Látrabjargi við sólsetur, hugsandi hvað ég er ótrúlega heppin að vera stödd hérna á svona góðu kvöldi og hvað ég er þakklát fyrir lífið.

Ég ætlaði í allar náttúrulaugar á VESTFJÖRÐUM sem ég gerði og þær voru um 16!

 • Grafarlaug
 • Grettislaug
 • Hellulaug
 • Birkimelur (Eftir Flókalund)
 • Pollurinn
 • Brúarpotturinn
 • Reykjafjarðarlaug
 • Mjóifjörður
 • Heydalur - galtahryggjarlaug
 • Hörgshlíðarlaug
 • Gjörvidalslaug
 • Nauteyrarlaug
 • Krossnesslaug
 • Gvendarlaug
 • Drangsnes pottar

Ég brunaði beint til Ísafjarðar til þess að ná skútunni og leggja á stað í ferðalagið um Hornstrandir. Ég var mjög tæp á tíma og það mun koma sér blogg póstur um Hornstrandir svo ég ætla að stökkva beint í seinna ferðalagið eftir Hornstrandir þar sem ég hélt áfram að keyra norð-austur í átt að Aðaldal í sveitina.


Beint frá Ísafirði þá stefndi ég á að keyra beint í Heydal og gista þar. Persónulega fannst mér Heydalur vera fallegasti staðurinn sem ég gisti á. Það eina er að það var allt frekar drullulegt á tjaldsvæðinu vegna rigningar síðustu daga og fólk keyrði á grasinu með tjaldvagna sína en ef ég hugsa ekki út í það þá var það algjör draumur að gista hjá hestunum og fara í laug sem er byggð inní gróðurhúsi og heitir pottar fyrir utan. Síðasta nóttin mín á ferðalaginu þessa leið var á Siglufirði sem var líka yndilsegur staður. Tjaldsvæðið er fyrir utan bæinn og einangrað fjöllum bæjarins, sofnar við fuglahljóð í tjaldinu.

Þetta var æðislegt ferðalag, langt og ævintýranlegt. Ég hefði viljað gera þetta á lengri tíma og klífa öll fjöllin í leiðinni en það þýðir bara að ég tek aðra ferð seinna og nýt þá tækifærið í að ganga öll fjöllin með góðum vinum og enda daginn á því að dífa mér ofan í heitu laugarnar. Á leiðinni tilbaka frá Aðaldal á Hornstrandir í ferð tvö þá keyrði ég upp Strandir og fór í nokkrar laugar og gisti tvær nætur á leiðinni, Ísafirði og guð minn ég get ekki munað hvað staðurinn heitir :)


Fleiri myndir frá Vestfjörðum koma svo inn á næstu dögum! Ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að senda á mig línu!