Elsku Guðrún og Árni eiga von á sínu öðru barni og fékk ég heiðurinn að mynda meðgönguna þeirra. Þessi myndataka fór svo sannarlega langt fram úr væntingum. Þið mynduð líklegast ekki trúa því en það voru svona 1000 krakkar í hinu sjónarhorninu. Þessi myndataka átti sér stað á Akranesi og Norðurálsmótið, stærsta fótboltamót landsins fyrir 6-8 ára drengi var í gangi svo þið getið rétt ýmindað ykkur hvernig ástandið var við ströndina. Ég hafði semsagt ekki hugmynd að það væri mót í gangi, svona óvæntir hlutir gerast og maður tæklar þá ef maður vill koma sínu á færi!


Ástin og hamingjan sem ríkir yfir elsku bumbubúanum er yndisleg, og er litli kúturinn gríðarlega heppinn með fjölskyldu.