Það er svo ótrúlega gaman að deila með ykkur ástinni, gleðinni & hamingjunni sem fylgir myndatökunum, þá sérstkalega á brúðkaupsdaginn! Ástandið í heiminum í dag hefur breytt ansi miklu hjá mörgum. Sumar plönin hjá flestum hafa breyst en kannski á betra vegu? Fólk fær að kynnast landinu sínu betur og engin mengum frá flugvélunum. Hætt hefur verið við mikið af myndatökum en þau Kristín og Jóhannes voru svo heppin að geta gift sig á sínum degi! Þau giftu sig þann 13.06.2020 í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði. Þetta var sólríkur og æðislegur dagur í alla staði! Allir hamingjusamir að fá loksins að sameinast og skemmta sér, getið rétt ímyndað ykkur hamingjuna!