Ég myndaði brjóstagjöf af Guðrúnu og elsku fallega litla barninu hennar. Þessar myndir eru mér mjög kærar, það þarf traust til að leyfa ljósmyndara að mynda brjóstagjöf. Mér finnst ég extra tengd litla krílinu þar sem ég myndaði meðgönguna hennar líka


" Brjóstagjöfin er ein sú besta gjöf, sem okkur hefur verið gefin. Hún hefur jákvæð áhrif á andlegt sem líkamlegt heilbrigði móður og barns og

er einstök aðferð til samskipta milli þeirra. Þessi nánd skapar tækifæri til tengslamyndunar og barnið öðlast traustan grunn fyrir lífið. Mikilvægt

er að gera sér grein fyrir að þetta er tími sem ekki kemur aftur."

-Heilsugæslan