Samningur fyrir myndatökuí fæðingu



1.Verksvið

Ljósmyndari samþykkir að vera tilbúinn fyrir útkalli allan sólarhinginn frá 38 viku meðgöngu fram að raunverulegri fæðingu. Undantekiningar geta orðið ef það er fjölburafæðing eða fyrirburafæðing. Ljósmyndari mætir eftir að ljósmóðir hefur gefið grænt ljós.

Ljósmyndari mun mynda í hríðum, fæðingu og nokkra klukkustundir strax eftir fæðingu.

Ljósmyndari ábyrgist enga ábyrgð á því að ákveðin mynd sé tekin. Fæðingarstarfsfólk getur krafist þess að ekkert starfsfólk sé myndað. Ljósmyndari mun reyna mæta beiðnum viðskiptavinar.

Ekki er hægt að lofa því að ljósmyndari má mynda keisaraskurð. Ljósmyndari mun þó gera allar tilraunir til að fá aðgang að skurðstofunni ef viðskiptavinur óskar þess. Ljósmyndari gæti einnig útvegað myndavél með sjálfvirkum stillingum sem stuðningfélagi viðskiptavinars getur notað meðan á keisaraskurði stendur og ljósmyndari mun svo vinna úr myndunum sem myndast. Engin lækkun er á gjöldum vegna keisaraskurðar.

Ef það eru einhverjar myndir sem viðskiptavinur vill að það sé myndað eða EKKI myndað þá þarf að senda þær beiðnir sérstaklega á ljósmyndarann við undirskrift þennan samnings.


2. Höfundarréttur

Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu B.DÓTTR Photography. Afhending ljósmynda til viðskiptavinar felur lögum samkvæmt ekki í sér framsal á höfundarrétti ljósmyndara né veitir hún heimild til breytinga á ljósmyndum.


3. Staðsetning myndatöku

Gert er ráð fyrir að myndatökur fari almennt fram á spítala eða á heimili viðskipavinar.


4. Meðferð viðskiptavinar á ljósmyndum 

Óheimilt er að fjarlægja myndmerki (e. logo) ljósmyndara af ljósmyndunum. Öll prentun skal fara í gegnum B.DÓTTR Photography. Viðskiptavinir mega ekki undir neinum kringumstæðum prenta sjálfir eða láta aðra en B.DÓTTIR Photography prenta fyrir sig.

Óheimilt er að nota ljósmyndirnar til auglýsinga eða annarrar birtingar án fyrirfram samþykkis ljósmyndara. 

Ekki má skera ljósmyndir eða klippa þær til, hvorki á netinu né annarsstaðar. Ef nota á ljósmyndirnar á samfélagsmiðlum verður að hlaða þeim upp í fullri stærð, t.d. ef hlaða á inn profile mynd eða cover mynd. Óheimilt er að breyta ljósmyndum á nokkurn hátt eða setja þær í gegnum snjallforrit með „effectum“ líkt og Instagram eða með öðrum sambærilegum hætti.

Óheimilt er að framselja eða áframsenda ljósmyndir til þriðja aðila nema með fyrirfram samþykki ljósmyndara. Ljósmyndir sem ljósmyndari hefur prentað fyrir viðskiptavin í samræmi við skilmála þessa og afhent viðskiptavini er viðskiptavini frjálst að afhenda til gjafa og þess háttar.


5.Meðhöndlun ljósmyndara á ljósmyndum 

Ljósmyndari mun afhenda viðskiptavini myndir innan við sex vikum eftir fæðingu, eftir að full greiðsla hefur borist.

Ljósmyndari mun senda viðskiptavini að minnsta kosti eina mynd með tölvupósti innan 48 klukkustunda frá fæðingu til að deila/tilkynna.

Ljósmyndari mun hlaða upp myndunum í lykilorðvarið, einkaalbúm á netinu í gegnum birtasveinbjornsdottir.com.. Hægt er að deila albúminu og panta stafrænar skrár og vörur beint í gegnum albúmið.

Ljósmyndari annast val á þeim ljósmyndum úr myndatöku sem unnar verða og afhentar viðskiptavini. Viðskiptavinur fær einungis afhentar þær ljósmyndir sem ljósmyndari velur. Viðskiptavinur fær undir engum kringumstæðum afhentar allar þær ljósmyndir sem ljósmyndari tekur í viðkomandi myndatöku.

Ljósmyndari ábyrgist ekki hversu margar myndir séu teknar vegna breytilegs fæðingarlengdar og aðstæðna í fæðingu.

Ljósmyndari notar sérhæfðan myndavélabúnað sem gerir ljósmyndun kleift við litla birtu. Ljósmyndataka í lítilli birtu einkennist af miklu myndsuði, eða korni. Magn myndsuða er háð magni og gæðum ljóss í fæðingarrýminu. Fyrir hágæða myndir þarf smá ljós. Þetta getur verið í gegnum umhverfisljós eða á flass myndavélarinnar. Ljósmyndari gæti þurft að nota flass í stutta stund við dimmustu aðstæður fyrir sumar ljósmyndir. Ljósmyndari getur lagt til breytingar á lýsingu til að auðvelda myndatöku, nema það trufli viðskiptavin eða starfsfólk.

Viðskiptavinur samþykkir að ljósmyndari birti ljósmyndirnar á ljósmyndasíðum sínum. Viðskiptavini er hins vegar heimilt að óska eftir því að ljósmyndirnar verði ekki birtar samkvæmt framangreindu eða að samráð verði haft við hann um val á ljósmyndum til birtingar.

Ljósmyndari varðveitir ljósmyndirnar í a.m.k. fimm ár frá afhendingu ljósmyndanna til öryggis fyrir viðskiptavin. Prentun ljósmyndanna skal fara fram innan þess tíma.

Ljósmyndunin, myndvinnsla og varðveisla ljósmyndanna fer fram að beiðni viðskiptavinar. Viðskiptavinur staðfestir með undirritun sinni á skilmála þessa að hann samþykkir ljósmyndun, myndvinnslu, varðveislu, birtingu og aðra vinnslu ljósmyndanna.


6.Greiðsla og afhending 

Myndataka er ekki bókuð nema staðfestingargjald hafi verið greitt. Loka greiðsla fyrir hverja myndatöku skal fara fram þegar viðskiptavinur hefur séð sýnar myndir inn á þeirra heimasvæði í gegnum birtasveinbjornsdottir.com. Ljósmyndir úr myndatöku verða ekki afhentar nema öll greiðsla hafi borist.

Ljósmyndirnar afhendast eingöngu í prentupplausn. 

Verðskrá, getur tekið breytingum hvenær sem er. Eftir að myndataka hefur verið bókuð gildir það verð sem verðskrá ljósmyndara sagði til um þegar staðfestingargjald var greitt.


Annað 

Frekari upplýsingar um ljósmyndara má nálgast á heimasíðunni www.birtasveinbjornsdottir.com.


Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með undirritun sinni. Brot á höfundarrétti ljósmyndara og skilmálum þessum varða við höfundalög og áskilur ljósmyndari sér allan rétt vegna slíkra brota.


Til þess að staðfesta myndatökuna þarf að borga 20.000kr staðfestingagjald sem fer upp í kostnað myndatökunnar. Staðfestingagjaldið er óafturkræft ef hætt er við myndatöku.


Reikningur: 0140-15-382481

Kt: 041296-2599