Í fyrra fékk ég tækifæri að mynda fæðingu, eitthvað sem lengi hafði verið fjarlægur draumur. Því miður missti ég af fæðingunni og hef síðan þá langað óhemju mikið að mynda fæðingu.


Ég kom með tilboð í fyrra um að mynda fæðingu en sökum covid þá gekk það ekki alveg.. Mig langar því aftur að setja fram þetta tilboð sem mun gilda út júlí. tilboðið fer á alla miðlana mína. 


Ef þú hefur áhuga eða þekkir einhvern sem mögulega væri til í myndir af þessu einstaka augnabliki þá máttu endilega senda mér skilaboð!


“FRESH 48” er líka myndataka sem mig dreymir um að fá að mynda. Þessi myndataka er fyrir fjölskyldur sem vilja fá fyrstu klukkustundirnar í lífi nýfæddra barnsins teknar án þess að hafa alla fæðinguna skjalfesta. Þessar myndir eru teknar fyrstu 24-48 tíma af ævi barnsins og er fullkomin leið til að halda í minningar um fyrsta dag barnsins ykkar